Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir í nýrri hagspá gera ráð fyrir því að hagvöxtur innan aðildarríkjanna verði að meðaltali 1,9% á árinu og 1,6% á næsta ári. Þetta er talsvert verri en síðasta spá stofnunarinnar í maí. Þá var gert ráð fyrir 2,3% hagvexti á þessu ári og 2,8% hagvexti á næsta ári.

Í hagspá OECD eru uppi efasemdir um að evrusamstarfið hafi það af í yfirstandandi skuldakreppu. Staðan sé orðin það djúp og afleiðingarnar það slæmar að áhrifanna gæti nú í heimshagkerfinu.