Hagvöxtur verður 3,3% í Bretlandi á fyrri hluta árs, samkvæmt hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Gangi þetta eftir verður hagvöxtur hvergi jafn mikill innan sjö helstu iðnríkja heims (G7) á tímabilinu. Hin löndin eru Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Kanada.

Hagspá OECD hljóðar upp á 2,2% meðalhagvöxt á fyrsta ársfjórðungi innan sjö stærstu iðnríkjanna sem aðild eiga að OECD, og 2% hagvexti á öðrum ársfjórðungi.

Fram kemur í hagspánni að þótt evruríkin séu að jafna sig eftir skuldakreppuna þá hamli afleiðingar kreppunnar því að hagvöxtur komist þar almennilega á skrið.