Danskir bílakaupendur tóku Teslu Model 3 fagnandi og var erfitt að fá bílinn keyptan í eitt og hálft ár. En á aðeins nokkrum vikum hefur staðan snúist við. Danska viðskiptablaðið Börsen greinir frá þessu.

Í dag eru fleiri notaðar Teslur til sölu í Danmörku en Þýskalandi. Markaður með notaða bíla er hins vegar 40 sinnum stærri í Þýskalandi.

Mikil lækkun

Model 3 Long Range af ódýrustu gerð frá árinu 2021 kostaði 380 þúsund danskar krónur fyrir tveimur mánuðum. Í dag fæst slíkur bíll á 340 þúsund danskar. Sérfræðingar sem Börsen talar við segja að Teslan sé ekki einsdæmi. Verð á notuðum bílum muni lækka eftir miklar hækkanir undanfarið ár.

Vísitala notaðra bíla hefur sveiflast mikið síðustu árin. Vísitalan notaðra bíla hækkaði um 15% frá síðustu áramótum. Eins og sjá má á grafinu lækkaði vísitalan í fyrsta sinn í september í átján mánuði.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði