Ruðningskappinn fyrrverandi OJ Simpson var í gær dæmdur sekur fyrir vopnað rán og mannrán. OJ þarf nú að sitja inni í 15 ár, en lögmaður segir að áfrýjað verði.

Réttarhöldin stóðu yfir í fjórar vikur, en margir sjá þennan dóm OJ sem miskabót fyrir útkomu í réttarhöldum yfir honum árið 1995. Þá var OJ sýknaður af ákæru um að hafa myrt eiginkonu sína.

Afbrot Simpson nú felst í því að stela dýrmætum íþróttaminjagripum, meðal annars tengdum sjálfum sér. Þjófnaðurinn átti sér stað á Palace Station hótelinu í Las Vegas. Simpson ásamt félögum sínum braust inn þar sem eigendur minjagripanna voru einnig, stálu öllu steini léttara og samkvæmt vitnum var hleypt af minnsta kosti einu skoti.