VÍB og Opni háskólinn halda áfram samstarfi sínu og ætla að bjóða upp á grunnnámskeið í fjárfestingum án endurgjalds. Er námskeiðunum ætlað að veita þátttakendum nauðsynlega færni til að annast sparnað sinn og fjárfestingar með ábyrgum og árangursríkum hætti.

VÍB og Opni háskólinn hafa áður boðið upp á svona námskeið og aðsókn verið góð. Fyrsta námskeiðið verður þriðjudaginn 23. september um algeng mistök fjárfesta. Verður þá farið yfir hvað nauðsynlegt er að vita áður en byrjað er að fjárfesta. Leiðbeinandi er Björn Berg Gunnarsson.

„Fjármálafræðsla er mikilvægur þáttur í starfsemi okkar í VÍB og því gleðjumst við að sjálfsögðu yfir samstarfi okkar við Opna háskólann í HR. Nú tökum við höndum saman og bjóðum upp á glæsilegt úrval námskeiða sem mun auka þekkingu og færni þátttakenda, sem er okkur öllum til hagsbóta,“ segir Björn Berg.

Nánari upplýsingar má nálgast hér .