SFÚ, Samtök fiskframleiðenda og útflutningsfyrirtækja, hafa ráðið Ólaf Arnarson, fyrrverandi formann Neytendasamtakanna sem ráðgjafi stjórnar.

Frá þessu segir í Fréttablaðinu , en þar er rifjað upp að Ólafur hafi sagt af sér sem formaður Neytendasamtakanna eftir ágreining innan stjórnar um kostnaðarliði og rekstur samtakanna.

Sagði hann af sér 10. júlí síðastliðinn, en í blaðinu er greint frá því að fyrsta frétt sem hann sé skráður fyrir og hafi birst á heimasíðu SFÚ var rúmri viku seinna, 18. júlí.