„Þetta leit vel út í fyrstu og ég setti alla peningana mína í þetta. En loforð stóðust ekki og allt í einu sat ég fastur með kaupsamning við þrotabú,“ segir Ólafur Björn Ólafsson um kaup sín á fasteigninni við Laugaveg 16 í Reykjavík.

Í húsinu, sem er við hlið Bókabúð Máls og menningar, er Lyfja Laugavegi og Hótel Skjaldbreið CenterHotel. Ólafur keypti húsið út úr þrotabúi Borgarmiðjunnar ehf. Borgarmiðjan hafði verið í eigu Eignarhaldsfélagsins Kirkjuhvols ehf. og var eigandi þess Karl Steingrímsson, sem um árabil hefur verið kenndur við verslunina Pelsinn. Félagið Borgarmiðjan var úrskurðað gjaldþrota 27. júní í fyrra og lauk skiptum 13. ágúst síðastliðinn. Engar eignir fundust í þrotabúinu og fékkst því ekkert upp í rúmlega 105 milljóna króna kröfur, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .