Hráolía lækkaði um 2,6% í dag en olíuverð var í frjálsu falli í morgun þar til að Bandaríkjadalur styrktist vegna jákvæðra frétta um auknar atvinnuráðningar einkafyrirtækja í Bandaríkjunum.

Sérfræðingar eru ekki á einu máli hvernig olíuverð muni þróast á næstunni.  David Greely hjá Goldman Sachs bankanum sagðist í dag búast við því að olía færi aftur í sömu hæðir að nýju (115-120 dalir tunnan)  á næstu 12 mánuðum, ekki síst ef olíuframleiðsla í Líbíu fari ekki af stað.