Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað það sem af er degi í rafrænum viðskiptum og viðskiptum í Asíu. WTI-olía, sem er olía frá svæðinu í kringum Mexíkóflóa, hefur þannig lækkað um 0,81% það sem af er degi og kostar tunnan nú 101,72 dali. Þá hefur olía af Brentsvæðinu í Norðursjó lækkað um 0,17% það sem af er degi. Tunnan kostar 115,7 dali.

Eins og fram hefur komið á vb.is hækkaði olían mikið í gær, Brentolía um 6,7 dali/tunnu og WTI-olía um 5,8 dali/tunnu. Sú hækkun kom í kjölfar mikillar lækkunar í síðustu viku.