Verð á hráolíu til afgreiðslu í mars er nú skráð á 39,89 dollara tunnan á markaði NYMEX í New York. Er lækkunin innan dagsins –3,11%. Verð á Brent markaði í London í framvirkum samningum til afgreiðslu í apríl er aftur á móti 47,23 dollarar tunnan.

Miðað við heilt ár nemur lækkunin á NYMEX –54,79% og hafa verið gríðarlegar sviptingar á olíumarkaði á þessum tíma. Á þessum tíma í febrúar í fyrra var olíuverðið á hraðri siglingu uppávið og farið að nálgast 90 dollara á tunnu.