*

þriðjudagur, 28. september 2021
Innlent 16. desember 2017 10:02

Olíudreifing hagnast um 421 milljón

Olíudreifing velti 3,5 milljörðum króna á síðasta ári og rúmlega tvöfaldaði hagnaðinn milli ára.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Olíudreifing ehf., sem annast dreifingu á fljótandi eldsneyti fyrir N1 og Olís, hagnaðist um 421,3 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn rúmlega tvöfaldaðist milli ára, en árið 2015 nam hagnaðurinn 198,2 milljónum.

Velta félagsins nam 3,5 milljörðum króna og voru rekstrargjöld 3,2 milljarðar. Rekstrarhagnaðurinn var 522,7 milljónir en var 282,5 milljónir árið áður.

Eignir Olíudreifingar námu 4,6 milljörðum króna í árslok. Eigið fé var 2,2 milljarðar og eiginfjárhlutfall 47%.

Handbært fé frá rekstri var 545,9 milljónir á árinu. Fjárfestingar námu 244 milljónum. Handbært fé hækkaði um 65,7 milljónir og var tæplega 292 milljónir í árslok. Greiddur var arður árið 2016 upp á 100 milljónir, en Olíudreifing er í eigu N1 (60%) og Olís (40%).

Stikkorð: eldsneyti Olíudreifing uppgjör