Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í dag eftir að fréttir bárust um stöðu olíubirgða í Bandaríkjunum. Olíubirgðirnar drógust saman um 6,5 milljón tunnur í síðustu viku sem var töluvert minni samdráttur en búist hafði verið við. Sérfræðingar, í könnun Bloomberg, gerðu til dæmis ráð fyrir að olíubirgðirnar myndu dragast saman um 7,7 milljón tunnur. Í Vegvísi Landsbankans er bent á að olíuverð hefur lækkað töluvert frá því að hápunktinum var náð í kjölfar fellibylsins Katrínar, sem nýlega olli miklu tjóni í Bandaríkjunum, en þá fór olíuverðið yfir 70 dollara.

Bandarísk stjórnvöld búast hins vegar við að olíuverð verði áfram hátt en þau spá því að olíuverði verði um 70 dollara á tunnu næsta vetur. Á næsta ári er síðan gert ráð fyrir að olíuverð verði í mámunda við 60 dollara á tunnu. Bandarísk stjórnvöld gera því ekki ráð fyrir að olíuverð komi til með að lækka á næstunni en hátt olíuverð mun að öllum líkindum hafa slæm áhrif á hagvöxt helstu helstu iðnríkja.

Byggt í Vegvísi Landsbankans.