Olíufyrirtækið BP PLC tilkynnti á sunnudag að loka hefði þurft fyrir olíuframleiðslu í Prudhoe flóa í Alaska vegna tæringar í olíulögnum. Nú hefur komið í ljós að marga mánuði gæti tekið að koma framleiðslunni af stað aftur, en 8% af olíuframleiðslu Bandaríkjanna kemur frá Prudhoe, segir í frétt Dow Jones.

Orkuverð hækkaði eftir að tilkynnt var um lokunina en hráolíufatið hækkaði um 2,22 dali í 76,98 dali við lokun markaðar á mánudag (New York Mercantile Exchange), en hefur verðið aðeins verið hærra einu sinni áður, segir í fréttinni.

OPEC-ríkin hafa boðist til að sjá Bandaríkjunum fyrir þeirri olíu sem Prudhoe hefur framleitt, en það eru um 400 þúsund olíuföt á dag.