Olíuverð féll um 4% í dag vegna minnkandi eftirspurnar.

Óvissa á mörkuðum veldur áhyggjum sem hefur áhrif á eftirspurn eftir olíu. Hafa því margir fjárfestar horfið frá viðskiptum með olíu.

Ríkjandi efnahagslægð, sem virðist nú færast heldur í aukana, hefur haft þau áhrif að eftirspurn eftir olíu hefur minnkað í iðnríkum s.s. Bandaríkjunum.

Áhrifa lausafjárkreppunnar gætir víða og leggst hún þungt á atvinnulíf og iðnað. Þrýstingur hefur aukist verulega á Bandaríkjaþing um að koma frumvarpi um svokallaðar björgunaraðgerðir í gegn en vonast er til þess að slíkar aðgerðir muni koma þarlendum mörkuðum á rétt skrið.