Heimsmarkaðsverð á hráolíu í framvirkum samningum er nú í 91,59 dollurum tunnan á hrávörumarkaði í London. Er það heldur lægra verð en við opnun þegar það var 91.89 dollarar. Hæst hefur verðið í dag farið í 92,15 dollara á tunnu og lægst í 90.90 dollara. Virðist sem dagurinn í dag muni skila heldur lægra verði en undanfarna tvo daga en þá var verðið yfirleitt um og yfir 92 dollurum á tunnu.