Olíuverðshækkanir ársins eru að mestu leyti gegnar til baka en þær náði náðu hámarki í ágúst í 78,5 dollurum á tunnu, sem er um 34% hækkun frá áramótum, að sögn greiningardeildar Kaupþings banka.

?Fréttir frá olíusamtökunum OPEC herma að margir meðlimir þeirra séu að íhuga að draga úr framleiðslu í næsta mánuði til að hafa áhrif á olíuverð, en samtökin framleiða um 40% af allri olíuframleiðslu heims. Stærsti framleiðandi samtakanna, Saudi Arabía, hefur hins vegar gefið út að engar ákvarðanir varðandi framleiðsluminnkun ættu að verða teknar fyrr en á næsta fundi samtakanna að þeirra mati, sem fer fram 14. desember næstkomandi.

Slík tilkynning gefur í skyn að Saudi Arabía sjái ekki enn ástæðu til þess að stöðva núverandi leiðréttingu í olíuverði. Þetta verða að teljast góð tíðindi þar sem að Saudi Arabía gæti spilað stórt hlutverk í að ýta olíuverðinu aftur upp í 70 dollara á tunnu, þar sem að framleiðsla þess er um þriðjungur af heildarframleiðslu OPEC," segir greiningardeildin.