Ehud Olmert, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, var í dag dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að þiggja mútur af verktökum þegar hann var borgarstjóri í Jerúsalem.

Olmert verður að líkindum hæst setti embættismaður í Ísrael til þess að afplána dóm í fangelsi. Á vef The New York Times segir að dómsniðurstaðan sé í samræmi við kröfu saksóknara, en verjendur Olmerts kröfðust þess að hann yrði dæmdur til að gegna samfélagsvinnu.

Auk Olmerts voru níu aðrir dæmdir fyrir brot tengd byggingu lúxushótels í Jerúsalem.