Nú er salan búin að aukast svo mikið að við erum komin í framleiðsluvanda,“ segir Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri súkkulaðiframleiðandans Omnom og annar stofnenda fyrirtækisins.

Omnom stefnir því á að byggja nýja verksmiðju undir starfsemi félagsins á næstu misserum. „Það þarf að fara að huga að miklu stærri verksmiðju. Það verður ekki hjá því komist,“ segir Óskar.

Ferlið geti tekið tvö til þrjú ár enda þurfi að hanna nýtt húsnæði, fjármagna og byggja.

Framleiða 50 tonn af súkkulaði á ári

„Það sem af er þessu ári hefur verið 46% vöxtur miðað við sama tíma í fyrra,“ Í ár stefnir í að framleiðslan nái 50 tonnum af súkkulaði en var 180 kíló fyrsta starfsárið, árið 2013. „Við erum búin að vera hérna í tvö ár. Strax eftir fyrsta árið þurftum við að leigja húsnæði undir lager. En nú þurfum við að vinna eftir betra skipulagi og bæta við vöktum og nýta húsnæðið og tæki betur,“ segir hann.

Omnom hefur að undanförnu fundað með erlendum sérfræðingum um hönnun nýrrar verksmiðju. „Ég var með sérfræðing að utan hérna í síðustu viku og hann talaði um að það þyrfti verksmiðju sem myndi framleiða um tvö þúsund tonn,“ segir Óskar. Verði álíka söluvöxtur næstu ár gæti salan verið komin í um 200 tonn innan fárra ára. Þá sé miðað við að lágmarki tíföldun í framleiðslugetu þegar farið sé í svo umfangsmikla framkvæmd.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Áframhaldandi umfjöllun um stöðu WOW air
  • Umfjöllun um uppgang útgáfufyrirtækisins Alda Music
  • Úttekt á hagnaði þriggja stærstu lögmannsstofa landsins
  • Viðtal við frumkvöðlafjárfestinn Monicu Dodi sem hefur m.a. komið að stofnun fjárfestingasjóðs
  • Sprotafyrirtæki hefur þróað upplýsingakerfi fyrir fiskveiðistjórnun
  • Viðtal við nýjan framkvæmdastjóra Félags viðskipta- og hagfræðinga
  • Óðinn skrifar um stöðuna í íslenska fluggeiranum
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um Pírata