OPEC ríkin eru farin að keppa sín á milli um hversu hátt eigi að verðleggja olíu sem er seld til Asíu. OPEC ríkin hafa lengi unnið saman og verið með opið verðsamráð sín á milli um hversu mikið eigi að rukka fyrir olíu. Bloomberg greinir frá.

Kúveit er nú farið að undirbjóða Sádí-Arabíu og Írak er farið bjóða lægri verð en Sádí-Arabía. Katar er farið að bjóða mestu afslætti sem sést hafa í 27 mánuði til að bjóða betra verð en Sameinuðu arabísku furstadæmin.

OPEC eru samtök 12 ríkja en þau standa undir um 40% af heimsframleiðslu af olíu. í kjölfar stórlækkaðs verðs undanfarið á olíumörkuðum þá virðist samstaða innan hópsins hafa minnkað. Heimildarmenn Bloomberg segja að ríkin séu að berjast mjög hart um markaðshlutdeild.