Olíuútflutningsríki segja þörf á aukinni framleiðslu olíu til að draga úr verðhækkunum, en settu sér ekki ákveðin markmið í þeim efnum.

Eins og fjallað hefur verið um funduðu ríki heimsins í Sádi-Arabíu um helgina. Í lok fundar gáfu OPEC ríkin, ásamt fleiri ríkjum, út yfirlýsingu um að auknar fjárfestingar í olíuframleiðslu séu nauðsynlegar til að tryggja að framboð á markaði sé nægilega mikið á réttum tíma.

Þeir sérfræðingar sem BBC minnist á í frétt sinni eru þó sammála um að ólíklegt sé að aukin olíuframleiðsla hafi áhrif á olíuverð strax.