Í dag 9. desember er opið fyrir viðskipti með eftirtalda sjóði Landsvaka samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Landsbankans.

  • Landsbanki Global Equity Fund
  • Landsbanki Nordic 40
  • Markaðsbréf stutt
  • Markaðsbréf meðallöng
  • Markaðsbréf löng
  • Skuldabréfasjóður Landsbankans
  • Sparibréf Landsbankans

Aðrir sjóðir, fyrir utan Peningabréfasjóðina sem nú hefur verið slitið,  eru sem fyrr lokaðir í framhaldi af tímabundinni stöðvun FME á viðskiptum með alla fjármálagerninga útgefna af Glitni, Kaupþingi, Landsbanka, Exista, Straumi og SPRON og í ljósi þess að  hömlur eru á fjármagnshreyfingum til og frá landinu.

Ákvörðunin er tekin með hagsmuni eigenda hlutdeildarskírteina að leiðarljósi og er gerð á grundvelli 2. mgr. 27. gr. og 2. mgr. 53. gr. laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.

Athygli er vakinn á því að uppgjör viðskipta í sjóðum sem eru gerðir upp í erlendir mynt geta dregist þar sem öll slík viðskipti þurfa að fara í gegnum Seðlabankann.