Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur á fyrstu níu mánuðum gekk vel, en aðhaldsaðgerðir hafa haldið áfram að skila fyrirtækinu góðum og stöðugum rekstri. Árshlutareikningur félagssins var birtur eftir lokun markaða í gær.

Tekjur félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins vou 28.768 milljónir króna, en þær voru 26.960 milljónir árið áður. EBITDA félagsins á fyrstu níu mánuðum 2015 var 18.234 milljónir en hún var 17.766 milljónir árið áður. Hagnaður félagsins er um 3,1 milljarður.

Árshlutareikningurinn víkur sérstaklega að aðgerðaráætlun sem hleypt var af stokkunum  snema árs 2011, en hún var nafnið Planið. Áætlunin hafði í lok september skilað OR 53,2 milljörðum í bættri stjóðstöðu en það er 7,3 milljörðum umfram markmið tímabilsins. Planið var rekstraráætlun fyrir árin 2011 til 2016 en áætluðum heildarávinni Plansins, 51,3 milljarðar, var þegar náð á miðju þessu ári.

Víkjandi lán frá eigendum nema um 23% af bættri stöðu í áætluninni, lækkun fjárfestinaí veitukerfum nemur 27 og auknar tekjur vegna leiðréttingar gjaldskrár nemu um 16%, eignasala nemu 17% og lækkun rekstarkostnaðar nemur um 19%. Aðrir þættir eru undir 5%.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR segir um árshlutareikninginn:

„Þessi árshlutareikningur sýnir að festa er í rekstri fyrirtækjanna innan OR-samstæðunnar. Sparnaður í rekstri er varanlegur og hagsýni gætt í hvívetna. Efld áhættustýring dregur úr sveiflum vegna ytri þátta og þess vegna skilum við afgangi þrátt fyrir að álverð sé óvenjulega lágt. Framundan eru ákvarðanir um hvað tekur við að Planinu loknu. Ég tel að tekist hafi að skapa meiri sátt um starfsemi OR og við munum leggja okkur fram um að viðhalda henni.“