Fullyrt er að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, komi til með að leiða lista Viðreisnar í Kraganum á vef DV.

Áður hafði Viðskiptablaðið fjallað um mögulegt framboð Þorgerðar Katrínar á vef sínum.

Þorgerður Katrín er lögfræðimenntuð og hefur sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1999 til 2013. Hún var einnig menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009.

Ef að hún myndi bjóða sig fram á Kraganum myndi hún etja kappi við sinn formann síns fyrrverandi flokks, Bjarna Benediktsson.

Hún hefur þó ekki enn formlega tekið afstöðu til þess hvort að hún komi til með að bjóða sig fram fyrir Viðreisn. En samkvæmt heimildum DV, þá komi Þorgerður Katrín til með að tilkynna framboð sitt í vikunni.

Í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup mælist Viðreisn með tæplega 11% fylgi. Hefur flokkurinn fengið til liðs við sig aðila sem eru nokkuð áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Þar má meðal annars nefna Pawel Bartoszek, Þorstein Víglundsson, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Hönnu Katrínu Friðriksson.

Ekki náðist í Þorgerði Katrínu við vinnslu fréttarinnar.