Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,06% í dag og stendur í 1.759,24 stigum en viðskipti á hlutabréfamarkaði námu tæplega 1,8 milljörðum króna. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,01% og stendur því í 1.363,77 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu tæplega 1,4 milljörðum króna.

VÍS hækkaði mest eða um 1,56% í 38 milljón króna viðskiptum en bréf félagsins stóðu í 12,37 krónum við lokun markaða. Næst mest hækkuðu bréf Sjóvár eða um 1,16% í 159 milljón króna viðskiptum. Bréf félagsins standa því í 17,50 krónum.

Mest lækkuðu bréf Origo í dag eða um 2,97% í viðskiptum upp á tæpar 90 milljónir króna og var gengi þeirra 26,15 við lokun markaða. Þá lækkuðu bréf Eimskipa um 2,69% í 99 milljón króna viðskiptum og stóðu bréf félagsins í 235,00 krónum í lok dags.