Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur eftir skatta nam 16,3 milljörðum á rekstrarárinu 2017 sem er 22,4% aukning frá árinu áður en þá nam hann 13,4 milljörðum. Rekstrartekjur OR námu 44 milljörðum króna og jukust um 2,6 milljarða á milli ára. EBIDTA nam 26,7 milljörðum króna og jókst um 1,4 milljarða á milli ára.

Heildareignir Orkuveitunnar voru í lok ársins 311,3 og hækkuðu um tæpa 11 milljarða á milli ára. Eigið fé nam 143,9 milljörðum króna og jókst um 22,4 milljarða á milli ára. Skuldir námu því 167,4 milljörðum og drógust saman um 11,6 milljarða á milli ára. Eiginfjárhlutfall OR er því ríflega 46,2% og arðsemi eigin fjár 11,3%

Þá nam handbært fé í lok árs 2017 6,3 milljörðum króna en það lækkaði um tæpan helming á milli ára. Í árslok 2016 nam handbært fé 12,4 milljörðum króna.