Nærri tveir þriðju af öllum erlendum skuldum íslenskra fyrirtækja sem ekki hafa tekjur í erlendri mynt eru hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Alls skuldar fyrirtækið tæpa 200 milljarða í erlendum gjaldeyri en samkvæmt upplýsingum sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum nema heildarskuldir fyrirtækja sem hafa að hámarki 20% tekna sinna í erlendri mynt um 310 milljörðum króna. Er þar um að ræða skuldir við erlenda aðila.

Jafnframt eru skuldir Orkuveitunnar nær fjórðungur af öllum skuldum innlendra aðila, að fjármálafyrirtækjum og hinu opinbera undanskildum, við erlenda lánardrottna ef miðað er við tölur Seðlabankans um erlendar skuldir sem birtar voru 1. september síðastliðinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.