Kreppan bítur víða sárlega en ekki eru þó allir auralausir. Að minnsta kosti ekki þeir 40 bandarísku milljarðamæringar sem hétu því í fyrri viku að gefa helming eigna sinna eða meira til góðgerða.

Í liðinni viku tilkynntu um 60 milljarðamæringar, 20 einstaklingar og 20 hjón, að þau myndu gefa helming eigna sinna eða meira til góðgerða. Alls er talið að þessir gefendur eigi um 230 milljarða Bandaríkjadala.

Misjafnt er með hvaða hætti fjármunirnir eru gefnir, sumir koma skjótt til ráðstöfunar, öðrum verður mjatlað út og einhverjir ætla ekki að láta þá af hendi fyrr en eftir sinn dag. Það er þó tæpast aðalatriðið, í þessum hópi er margt auðugasta fólk heims og að það munar um minna þegar það heitir helmingi eigna sinna.

Ekki síst vegna þess að þetta er aðeins upphafið, ef fyrirætlanir Bill Gates og Warren Buffets, upphafsmanna þessa átaks gengur eftir. Gates hefur sagt að aðeins um 15% mestu auðjöfra heims gefi verulegan hluta eigna sinna frá sér, en markmiðið er að um 70% þeirra geri það. Þá væru menn svo sannarlega að tala um alvöru upphæðir til góðgerða og margvíslegra framfaramála.

Leyfi menn sér meiri bjartsyìni, að þeim takist að kreista slík loforð út úr öllum 400 auðkyìfingunum á lista tímaritsins Forbes yfir auðugustu Bandaríkjamennina, þá væru hins vegar heilir 600 milljarðar Bandaríkjadala á leiðinni í verðug viðfangsefni.

Vert er að hafa í huga að þeir félagar hringdu aðeins innanlandssímtöl, allt fólkið á lista þeirra eru Bandaríkjamenn. Á heimsvísu er eftir nógu að slægjast í öðrum löndum (eins og sjá má á listanum neðst á hægri síðu), þó rétt sé að hafa í huga að óvíða er jafnmikil hefð fyrir því að leggja af mörkum til góðgerðastarfsemi og vestanhafs.

Menn taka ekki auðinn með sér

Þegar litið er yfir listann kemur á daginn að fólkið þar á fleira sameiginlegt en ríkidæmið, allt hefur það áður syìnt örlæti í þágu góðra mála, en til þessa hefur meðaltal gjafa þeirra numið á bilinu 4-15% af heildareignum. Afrek þeirra félaga var að fá fólkið til þess að heita helmingi eigna sinna eða meiru.

Röksemdirnar voru einfaldar: menn taka auðinn ekki með sér í gröfina, þó helmingur sé gefinn er meira en nóg eftir handa afkomendum og síðan er ekki gefið að arfur verði erfingjum til góðs. Þetta síðastnefnda hefur sjálfsagt skipt nokkru máli. Margir á listanum hófust af sjálfum sér og þekkja af eigin raun mikilvægi og ávexti fyrirhafnar.

Það er einnig athyglisvert að um helmingur listans eru gyðingar, en í samfélagi þeirra er afar rík og ævaforn hefð fyrir því að auðsælt fólk láti fé af hendi rakna til samfélagsmála hvers konar.

-Nánar í Viðskiptablaðinu