*

mánudagur, 21. september 2020
Erlent 18. mars 2020 16:44

Óska eftir 60 milljarða dollara aðstoð

Boeing hefur óskað eftir fjárhagsaðstoð fyrir bandaríska loftfaraframleiðsluiðnaðinn, frá ríkinu sem og einkafjárfestum.

Ritstjórn
epa

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur óskað eftir 60 milljarða dollara fjárhagsaðstoð fyrir bandaríska loftfaraframleiðsluiðnaðinn, frá ríkinu sem og einkafjárfestum, sem myndi að sögn félagins aðstoða félagið sjálft auk annarra aðila innan fluggeirans, s.s. flugfélög og flugfarþega. Kórónuveiran hefur líkt og mikið hefur verið fjallað um ollið fluggeiranum miklum skaða og ef fram sem horfir gætu mörg fyrirtæki sem starfa innan geirans siglt í þrot. WSJ greinir frá þessu.

Boeing ku þegar hafa verið í samskiptum við Trump stjórnina og bandaríska þingmenn til að viðra hugmyndir um fjárhagsaðstoðina. Áður hefur verið sagt frá því að bandarísku flugfélögin hefðu óskað eftir 50 milljarða dollara ríkisaðstoð til að bregðast við fjárhagsáföllum vegna mikillar samdráttar í flugferðum, en félögin hafa þurft að fella niður fjölda fluga sökum þessa.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hét stuðningi við Boeing á fréttamannafundi í gær. „Við verðum að vernda Boeing," sagði forsetinn á fundinum.  

Stikkorð: Boeing kórónuveira