Velta með hlutabréf Icelandair Group nam rétt tæpum 542 milljónum króna í Kauphöllinni í dag.

Þetta er óvenjulega mikið en meðalveltan síðustu 36 viðskiptadaga þar á undan frá í byrjun september hefur numið 58,4 milljónum króna á dag ef frá eru talin tilfærsla lífeyrissjóða Bankastræti 7 á hlutum í félaginu í byrjun mánaðar.

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði um 3,95% í Kauphöllinni í dag og endaði gengið í 7,36 krónum á hlut.

Tilkynnt var fyrir stuttu um yfirtöku Wow air á Iceland Express. Ekki liggur fyrir hvert kaupverðið í viðskiptunum er. Iceland Express verður lagt niður og yfirtekur Wow air áætlunarflug félagsins.