Viðskipti með bréf Glitnis voru stöðvuð í dag. Greiningardeild Kaupþings segir óvíst hvenær viðskipti með þau hefjist að nýju.

Fjármálaeftirlitið stöðvaði tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir hafa verið út af Glitni  og teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.

Skömmu síðar var tilkynnt um að Seðlabanki Íslands hyggðist kaupa 75% hlut í Glitni.