Francis páfi hefur skipað rannsóknarnefnd sem ætlar er að taka út starfsemi Vatíkanbanka, sem er eins og nafnið gefur til kynna banki kaþólsku kirkjunnar í Róm.

Bankinn hefur m.a. verið sakaður um peningaþvætti. Hann hefur í gegnum tíðina oft orðið kaþólsku kirkjunni til vandræða vegna ýmissa hneykslismála.

Mikil leynd hefur ávallt hvílt yfir starfsemi bankans en svo virðist sem Francis páfi vilji hreinsa nafn og auka virðingu bankans. Rannsóknarnefndina skipa kardínálar frá fjórum löndum auk Mary Ann Glendon, prófessor við Harvard háskóla og fv. sendiherra Bandaríkjanna í Vatíkaninu.