Sem kunnugt er hafa bankar og fjármálafyrirtæki þurft að afskrifa feikilega háar upphæðir vegna hrunsins á markaðnum með fjármálagjörninga tengdum undirmálslánum.

Samfara þessum afskriftum hafa þeir gripið til aðhaldsaðgerða á borð við fjöldauppsagnir og reynt með öllum ráðum að styrkja eiginfjárstöðu sína. En það er ekki víst að slíkar aðgerðir dugi til þess að gera hin löskuðu skip haffær á ný.

Sumir velta upp þeirri áleitnu spurningu hvort að lánsfjárkreppan hafi afhjúpað þá staðreynd að peningamaskínan sem var ræst um aldamótin hafi hreinlega brætt úr sér og í ljósi þess þurfi að endurskoða starfsumhverfi fjármálafyrirtækjanna.

Slík endurskoðun kann að grafa undan þeim stoðum sem fjármálafyrirtækin hafa byggt metafkomu sína á það sem af er 21. öldinni.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .