Innlán hafa flætt viðstöðulítið úr grískum bönkum undanfarna 9 mánuði.

Útstreymið jókst mikið í september og október og hefur verið mikið í nóvember samkvæmt bráðabirgðatölum.

Innstæður hafa lækkað um 26,4 milljarða evra frá ársbyrjun, eða um tæp 13%.  Lækkunin er enn meiri ef horft er til ársbyrjunar 2010, en þær hafa lækkað um tæpa 50 milljarða evra síðan þá. Þar af hafa verið teknir út um 13 milljarðar evra síðustu þrjá mánuði.

Gríðarlegt fjárstreymi var úr grískum bönkum og sparisjóðum í september og október í haust, á meðan óvissan um efnahag landsins var sem mest.

Gríski bankinn National Bank of Greece S.A.
Gríski bankinn National Bank of Greece S.A.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Það stoðar lítið að senda lögreglumenn fyrir framan gríska banka til að stöðva útflæðið meðan heimabankar eru opnir.