Coca-Cola heldur sæti sínu á toppnum en sala á Diet Coke féll um 6,6% á síðasta ári. Eitt sinn voru gosdrykkir algeng sjón á matarborðum Ameríkana en eitthvað hafa vinsældir þeirra farið dvínandi á síðustu árum. Þetta segir í frétt BBC .

Hitaeiningasnauðir drykkir sem innihalda aspartame í stað sykurs eru ekki að ná að halda vinsældum sínum vegna aukinnar meðvitundar um aukaverkanna sem fylgja efninu. Á móti hafa heilsusamlegri drykkir orðið mun vinsælli en vatn í flösku hefur rokið út og jókst sala Nestle um 9% á síðasta ári vegna þeirra. Þá eru orkudrykkir og kaffidrykkir einnig að verða vinsælli.

Nýjasta varan í herbúðum Coca-Cola er Coca-Cola Life sem inniheldur sætuefnið stevíu og eru aðeins 27 kaloríur í 100ml á móti 42 kaloríum í 100ml af venjulegri Coca-Cola. Sala fyrirtækisins jókst í fyrsta skipti síðan 2000 árið 2014.