*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 15. ágúst 2014 15:22

Pipar/TBWA selur hlut sinn í Silent ehf.

Davíð Lúther var annar af stofnendum fyrirtækisins Silent ehf. árið 2011.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur selt sinn hlut í Silent ehf. til Davíðs Lúthers Sigurðarsonar og á Davíð nú 100% hlutafjár í félaginu.

Hjá Silent vinna nú 8 manns og er fyrirtækið leiðandi í gerð kvikmyndaefnis fyrir netmiðla, heldur utan um alls kyns viðburði ásamt óhefðbundinni markaðssetningu. Davíð var annar af stofnendum fyrirtækisins árið 2011, en árið 2012 eignaðist Pipar stærstan hlut fyrirtækisins.

Í tilkynningu frá Pipar er haft eftir Valgeiri Magnússyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins að salan sé liður í að skerpa fókus fyrirtækisins en hann sjái fram á að vinna mjög mikið með Silent áfram. 

Davíð Lúther segist mjög ánægður að hafa getað keypt til baka þann hlut sem hann seldi fyrir nokkrum árum. Silent hafi vaxið hratt á síðustu árum og áfram verði lagt kapp á að fyrirtækið verði leiðandi á sínu sviði.

Stikkorð: Pipar/TBWA
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is