Þingflokkur Pírata segir að álag á þeim fáu kjörnu fulltrúum Pírata sem Píratar hafa á þingi hefur  aukist mikið undanfarið. Þingmennirnir hafa því átt í samskiptaörðugleikum.

Þingflokkurinn segir því í tilkynningu að hann hafi þegar hafið að vinna úr þessum samskiptaörðugleikum undir handleiðslu vinnustaðarsálfræðings. Í tilkynningunni segir:

Það er samhugur meðal þingflokksins að leysa innri ágreining á sem farsælastan hátt og þess vegna höfum við ákveðið í sameiningu að fara þessa leið. Hún hefur þegar borið mikinn árangur á skömmum tíma.  Málstaður okkar og stefnumál eru stærri en hvert okkar. Við erum miklu sterkari sameinuð heldur en sundruð og við í þingflokki Pírata teljum okkur koma sterkari og samheldnari út úr þessu heldur en nokkru sinni fyrr.