Plastprent tapaði 105,2 milljónum króna í fyrra, en á sama tíma árið 2011 nam tap fyrirtækisins rétt rúmum 600.000 krónum. Munurinn á milli ára er einkum fólginn í því að rekstrartap fyrir afskriftir í fyrra nam 71,7 milljónum króna, en árið 2011 var 61,1 milljónar króna rekstrarhagnaður hjá fyrirtækinu.

Framtakssjóður Íslands seldi í fyrra allan eignarhlut sinn í Plastprenti til Kvosar ehf. og færðust allar eignir og skuldir Plastprents yfir til OPM, dótturfélags Kvosar, um síðustu áramót. Kvos er móðurfélag Odda og verður söludeild Plastprents rekin undir starfsemi Prentsmiðjunnar Odda, en framleiðslan undir starfsemi OPM.