Jólasveinar eru hinir mestu furðufugla enda stundum sagt um skrýtna menn að þeir séu jólasveinar. Ímynd jólasveinsins er breytileg milli landa en að öllum líkindum er rauðklæddi jólasveinninn þekktastur. Hann er vinalegur á að líta og að er hann sem gefur börnunum í skóginn.

Íslensku jólasveinarnir eru aftur á móti flestum mikil ráðgáta, enda ekki neitt vitað með vissu um uppruna þeirra né eðli. Þeim er fyrst getið í rituðu máli á 17 öldinni, en lengi vel var ekkert tekið til um fjölda þeirra, þó núorðið er yfirleitt talið að þeir séu þrettán eða níu talsins.

Hinsvegar eru ekki allir sammál um nöfn þeirra en vitað um fjölmörg mismunandi nöfn á þeim, sem komið hafa fram í gegnum aldirnar. Hvort sem það merkir að jólasveinarnir ganga undir mismunandi nöfnum eða að þeir séu fleiri en talið hefur, er spurning sem veður seint svarað en hér verður getið nokkur þeirra.

Svelgja í sig reyk og lemja börn með blautum lungum

Af jólasveinum sem eru matgæðingar miklir má nefna; Flautaþyrill, Kertasleikir, Kleinusníkir, Lummusníkir, Flórsleikir, Skefil og Skófnasleikir. Eins Reykjasvelg, sem á ættir sínar að rekja til Barðastrandarsýslu, og sagður gapa yfir eldhússtrompinum og svelgja í sig reykinn af hangiketinu.

Ýmis hrekkalómar eru á meðal jólasveinanna, þar á meðal Bandaleysir, Gangagægir, Þvengjaleysir og Stigaflækir. Einnig Lungnaslettir, sem sagður lemja börn með blautum lungum, sem hanga utan á honum.

Nokkrir jólaveinanna virðast helst vera einhverskonar umhverfisfyrirbæri eins og Hlöðustrangi, Klettaskori, Lampaskuggi, Moðbingur, Svartiljótur og Svellabrjótur.

Af öðrum nöfnum, sem eiga rætur sínar að rekja víðsvegar um landið, má nefna

Tífall, Tútur, Baggi, Lútur, Rauður, Kattarvali, Steingrímur, Bláminn sjálfur, Bjálmans barnið, Litli-Pungur, Örvadrumbur, Dúðadurtur og Guttormur.

Þó flestir hugsa um jólasveina sem karlskyn, koma fyrir nöfn sem virðast eiga við kvenkyns verur eins og Redda, Sledda, Flotsokka  og Flotnös. Þær tvær síðarnefndu stálu báðar floti fyrir jólin, önnur í sokk, sem einhver hafði ekki lokið við að prjóna, en hin í nösina á sér.