Fjárþörf Portúgals er metin á 73,9 milljarða evra á næsta tveimur árum, samkvæmt útreikningum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Portúgal þyrfti því að vinna Euromoillion lottóið, sem gefur um 100 milljónir evra í hvert sinn, á hverjum degi út árið 2012. Portúgalska dagblaðið Diario Economico greindi frá lottó-útreikningum sínum í dag.

Stjórnvöld hófu viðræður við við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í gær. Aðilar frá ESB, AGS og Evrópska seðlabankanum hófu vinnu við að fara í gegnum reikninga landsins til þess að áætla hver fjárþörfin er. Fjármálaráðherra Portúgals sagði stöðuna slæma og viðurkenndi að ríkið hafi einungis fjármagn til þess að endurgreiða skuldir út maí næstkomandi.