Á morgun stendur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fyrir hádegisverðarfundi þar sem verður leitast við að svara því hvers vegna stór fyrirtæki íhuga að flýja land og koma sér í skjól. Í tilkynningu um fundinn, sem verður haldinn á Grand hótel kl. tólf, er einnig spurt: Er það vegna gjaldeyrishafta, skattahækkana eða erfiðleika við að nálgast fjármagn? Eða er rótin annars staðar?

Ræðumenn fundarins verða Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Helgi Hjörvar, alþingismaður, Alexander Eðvardsson, sviðsstjóri skattasviðs hjá KPMG og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis. Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, stýrir fundi og fyrirspurnum úr sal.

Fundurinn er öllum opinn. Hann hefst  kl. 12.00 og lýkur kl. 13.30.

Skráning fer fram á vef FVH .