Ragnheiður Elín Árnadóttir tók á móti verðlaunum fyrir bestan námsárangur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Myndin birtist í Morgunblaðinu 31. maí 1987.

Þar sagði Ragnheiður Elín enn fremur að hún stefndi á nám í Háskóla Íslands um haustið.

„Aðra stundina spái ég í lögfræði, en ég er mjög opin gagnvart öllu og langar eiginlega í allt,“ sagði Ragnheiður Elín þá. Þess má geta að hún lauk BA-prófi í stjórnmálafræði 1991 og MS-prófi í alþjóðasamskiptum frá Georgetown University í Bandaríkjunum 1994.

Gamla myndin birtist í Viðskiptablaðinu 10. apríl 2014. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .