*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 27. mars 2018 12:12

Rannsókn á samráði í sjávarútvegi hætt

Samkeppniseftirlitið hefur hætt rannsókn á mögulegu samkeppnishamlandi samráði Samherja, Síldarvinnslunar og Gjögurs.

Ritstjórn
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Haraldur Guðjónsson

Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir ástæðu þess að engin efnisleg niðurstaða varð á rannsókn stofnunarinnar á eignartengslum Samherja, Síldarvinnslunnar og Gjögurs hafi verið forgangsröðun vegna anna í öðrum verkefnum.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu, en upphaf málsins má rekja til þess að árið 2013 heimilaði stofnunin Síldarvinnslunni að kaupa útgerðarfyrirtækið Berg-Huginn. Þar sem tveir stærstu eigendurnir í Síldarvinnslunni, Samherji og Gjögur áttu fulltrúa í stjórn Síldarvinnslunnar, án þess að eiga meirihlutann, ákvað Samkeppniseftirlitið á sínum tíma að leggja mat á það hvort Samherji hefði í raun yfirráð yfir Síldarvinnslunni.

Eiga samtals meiri kvóta en einn aðili má ráða yfir

Þar með hefðu félögin átt meiri aflahlutdeild en lög um stjórn fiskveiða heimila, en fyrirtækin þrjú eru keppinautar í skilningi samkeppnislaga. En á sama tíma hafa fyrirtækin þrjú unnið náið saman í útgerð, fiskvinnslu og sölu afurða svo stofnunin taldi óhjákvæmilegt að skoða hvort um samkeppnishamlandi samráð væri um að ræða á milli fyrirtækjanna þriggja.

Nú hefur rannsókninni hins vegar verið hætt, fimm árum seinna, að sögn Páls Gunnars því miklar tafir hefðu verið komnar á rannsóknina og fyrirsjáanlegt að þær yrðu meiri. „Því var ákveðið að ljúka málinu á þessu stigi án efnislegrar niðurstöðu,“ segir Páll Gunnar.

„Ástæðu þessara málalykta má rekja til mikilla anna við rannsókn samrunamála síðustu misseri, en vegna lögbundinna tímafresta í samrunamálum verður eftirlitið ávallt að forgangsraða slíkum málum.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is