Hrein raunávöxtun lífeyrissjóða í heild lækkaði frá árinu 2003 miðað við neysluverðsvísitölu. Á árinu 2004 var hrein raunávöxtun 10,4% en var 11,3% árið 2003 samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Hún var -3,0% árið 2002, -1,9 árið 2001 og -0,7 árið 2000. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ára var 3,2% og meðaltal sl. 10 ára var 5,8%.

Iðgjöld til lífeyrissjóða í fyrra voru samtals um 73 milljarðar króna (ma. kr.) en gjaldfærður lífeyrir um 31 ma.kr. Lífeyrissjóðakerfið vex þannig bæði með ávöxtun eigna og iðgjöldum umfram lífeyri. Um síðustu áramót voru eignir lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris alls 987 ma.kr. og jukust þær um 20% í fyrra. Sífellt stærri hluti lífeyrissparnaðar er í formi séreignar en um síðustu áramót nam séreignarsparnaður í heild um 11% af heildareignum lífeyriskerfisins. Til samanburðar var hlutfallið 10% í árslok 2003. Iðgjöld til séreignarlífeyrissparnaðar voru 17,3 ma.kr í fyrra en 15,9 ma.kr. árið 2003.

Í árslok 2004 voru starfandi lífeyrissjóði alls 48 en í árslok 2003 voru 50 lífeyrissjóður starfandi. Af framangreindum 48 lífeyrissjóðum taka 10 þeirra ekki lengur við iðgjöldum og eru því fullstarfandi sjóðir 38. Af 48 (38) lífeyrissjóðum teljast 36 (28) vera lífeyrissjóðir án ábyrgðar annarra en 13 (11) lífeyrissjóðir með ábyrgð annarra. Á árinu 2004 var fjöldi virkra sjóðfélaga í samtryggingardeildum 166.796 og 114.013 í séreignadeildum. Fjöldi lífeyrisþega í samtryggingardeildum var 62.242 og 2.692 í séreignadeildum.

Helstu niðurstöðutölur skýrslunnar eru þær að hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2004 nam 986,5 ma.kr. samanborið við 821,3 ma.kr. í árslok 2003. Aukningin er 20,1% sem samsvarar 15,6% raunaukningu miðað við vísitölu neysluverðs. Ráðstöfunarfé samkvæmt sjóðstreymi á árinu 2004 nam samtals 455,1 ma.kr. samanborið við 273,2 ma.kr. árið á undan. Iðgjöld milli ára lækkuðu lítillega, úr 73,6 ma.kr. á árinu 2003 í 72,4 ma.kr. á árinu 2004. Gjaldfærður lífeyrir var 31,2 ma.kr. 2004 en var 28,7 ma.kr. árið 2003.