Verkfræðingur hjá Google þurfti að taka pokann vegna umdeilds minnisblaðs sem að hann skrifaði. Þar kom fram sú skoðun höfundar að konur væru verr til þess fallnar að sinna tækni- og verkfræðistörfum, og þá sér í lagi þegar kæmi að stjórnunarstöðum. Höfundurinn gagnrýni enn fremur fyrirtækjamenninguna hjá fyrirtækinu harðlega. Þetta kemur fram í Financial Times fjallar er meðal þeirra sem fjalla um málið.

Sundar Pichai, forstjóri Google, þurfti að snúa aftur úr fríi vegna málsins og sagði að bréfið hafi brotið gegn siðareglur fyrirtækisins.

James Damore sem var verkfræðingur hjá Google, skrifaði 10 blaðsíðna minnisblað þar sem að hann gagnrýndi það sem hann kallar sjálfur vinstrisinnaða menningu hjá Alphabet, móðurfélagi Google, sem að virtu kynjamun að vettugi. Damore staðfestir það að hann hafi verið rekinn í tölvupóstsamskiptum við Bloomberg fréttaveituna . Þar segir hann enn fremur að hann stefni að því að leita réttar síns.

Íhaldssamir álitsgjafar hafa gagnrýnt Google og segja að brottrekstur Damore sé til marks um það sem komið hafi fram í minnisbréfinu. Það er að fyrirtækjamenningin hjá Google biði ekki upp á það að einstaklingar gætu haft skoðanir sem pössuðu ekki við stefnu fyrirtækisins - og var fyrirtækið enn fremur sakað um að aðhyllast pólitískan réttrúnað.