*

mánudagur, 6. desember 2021
Innlent 18. september 2018 08:40

Útgefandi DV tapaði 43,6 milljónum

Frjáls fjölmiðlun ehf. sem meðal annars rekur DV auk fleiri fjölmiðla tapaði um 43,6 milljónum króna á þeim fjórum mánuðum sem það starfaði

Ritstjórn
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og eigandi Dalsdal ehf.
Haraldur Guðjónsson

Frjáls fjölmiðlun ehf. sem meðal annars rekur DV auk fleiri fjölmiðla tapaði um 43,6 milljónum króna á þeim fjórum mánuðum sem það starfaði. Þetta kemur fram á vef Kjarnans. Tekjur félagsins voru um 81,4 milljónir króna en félagið starfaði frá september til áramóta. 

Eignir frjálsrar fjölmiðlunar eru metnar á 529 milljónir króna og skuldir félagsins voru 542 milljónir króna um síðaustu áramót. 

Frjáls fjöl­miðlun keypti í fyrra­ fjöl­mið­l­anna DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­varps­­­stöð­ina ÍNN.  Hluti skulda Pressunnar voru skildir eftir í henni og félagið svo sett í þrot. Alls var kröfum upp á 315 millj­­ónir króna lýst í þrotabú Press­unn­­ar en skipta­­stjóri bús­ins við­­ur­­kenndi kröfur upp á 110 millj­­ónir króna en hafn­aði öðr­­um.

Eig­andi Frjálsrar fjöl­miðl­unar er félagið Dals­dalur ehf. Eini skráði eig­andi þess er Sig­urður G. Guð­jóns­son lög­maður.