*

mánudagur, 25. janúar 2021
Innlent 30. júlí 2020 19:14

Rekstrartap Valitor 1,3 milljarðar

Rekstrartap Valitor nam 9,9 milljörðum króna árið 2019 og 1,3 milljörðum á fyrri hluta ársins 2020 en félagið er í söluferli.

Alexander Giess
Herdís Fjeldsted var ráðin forstjóri Valitor tímabundið í mars.
Styrmir Kári

Rekstrartap Valitor, dótturfélag Arion banka, nam 1,3 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins en tæplega 1,2 milljörðum á fyrsta fjórðungi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í árshlutauppgjöri Arion banka.

Rekstrarniðurstaða Valitor dregur afkomu samsteypunnar niður um 870 milljónir króna. Rekstrartekjur félagsins námu 3,1 milljarði króna á fyrri hluta ársins

Rekstrartap Valitor nam 9,9 milljörðum króna árið 2019 þar sem starfsemin dró afkomu samsteypunnar niður um 8,6 milljarða. Rekstrartekjur félagsins námu þá 6,5 milljörðum en þar af voru 5,8 milljarðar hreinar þóknanatekjur. Bókfært virði Valitor var 6,5 milljarðar króna í árslok 2019.

Í maí síðastliðnum seldi Valitor starfsemi sína í Danmörku sem hafði verið rekin í tapi árið 2019 og 2018. Arion hefur stefnt að sölu Valitor í um tvö ár en félagið Eignabjarg ehf., sem er einnig dótturfélag Arion, er líka í söluferli.

Stikkorð: Valitor