*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 25. maí 2019 16:59

Rekstur Greifans í járnum

Veitingastaðurinn Greifinn skilaði 1,4 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en eiginfjárhlutfall félagsins var 5% um áramótin.

Ritstjórn
vb.is

Veitingastaðurinn Greifinn skilaði 1,4 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en hagnaður ársins 2017 nam 3,9 milljónum króna. Veitingasala nam 550 miljónum króna og hækkar um 55 milljónir króna milli ára.

Rekstrargjöld hækkuðu úr 487 milljónum króna í 532 milljónir króna milli ára. Munaði mest um að launakostnaður hækkaði úr 208 milljónum í 235 milljónir króna. Stöðugildum fjölgaði úr 35 í 38 milli ára.

Handbært fé frá rekstri hækkaði úr 20 milljónum í 40 milljónir króna milli ára. Eignir Greifans námu 202 milljónum króna um áramótin, skuldir 191 milljón og eigið fé 11 milljónum. Eiginfjárhlutfall félagsins var því 5% um áramótin. Greifinn er í eigu Arinbjarnar Þórarinssonar og Natten ehf.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is