Responsible Surfing ehf. er sprotafyrirtæki sem þróar lausnir sem gera foreldrum mögulegt að stýra og fylgjast með heilbrigðri tölvu- og farsímanotkun barna sinna. Fyrirtækið er nú að kynna sig fyrir fjárfestum ein sog kom fram í síðasta Viðskiptablaði.

Fyrirtækið var stofnað fyrir þremur árum síðan af Birni Harðarssyni, sem hefur áralanga reynslu af klínískri sálfræði með áherslu á atferli og hegðun barna tengdri netfíkn og öðrum hegðunarvandamálum.

Björn hefur fjármagnað uppbyggingu félagsins sjálfur með gríðarlegri vinnu. Hann sagðist gera ráð fyrir að til að ná félaginu á næsta stig þurfi að koma til fjármagn. Þegar hefur verið lögð inn umsókn hjá Tækniþróunarsjóði. Um leið væri unnið að því að kynna félagið fyrir öðrum fjárfestum enda ætlunin að taka inn meira fjármagn samhliða aukinni áherslu á markaðsstarf.

Sjá nánar í síðasta Viðskiptablaði