*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Fólk 3. apríl 2018 16:43

Ridley kominn aftur til starfa

Einn starfsmanna JP Morgan sem unnu fyrir stjórnvöld í aðdraganda setningar neyðarlaganna skoðar fjármálakerfið á ný.

Ritstjórn
Michael Ridley
Aðsend mynd

Michael Ridley fyrrum yfirmaður fjárfestingarbankastarfsemi hjá JP Morgan hefur verið ráðinn til að taka að sér vinnu fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Um er að ræða tímabundna vinnu fyrir íslensk stjórnvöld að málefnum sem tengjast fjármálakerfinu á Íslandi. Ridley starfaði meðal annars sem sérstakur ráðgjafi Seðlabankans um fjármálakerfið og er sagt frá aðkomu hans í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Var hann einn þriggja starfsmanna fjárfestingarbankans JP Morgaun sem höfðu komið til landsins sunnudaginn 5. október 2008 að ósk Seðlabankans, í aðdraganda setningar neyðarlaganna að því er fram kemur á mbl.is á sýnum tíma.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is