Það er mörg þúsund krónum dýrara að leigja bíl á Keflavíkurflugvelli en að leigja bíl á öðrum flugvöllum í Evrópu. Þetta kemur fram í úttekt sem túristi.is hefur gert.

„Það kostar ríflega fjórum sinnum meira að leigja bíl á Keflavíkurflugvelli en á Kaupmannahafnarflugvelli í sumar miðað við verðið í dag," segir á vef Túrista.

„Ferðamaður sem bókar núna bílaleigubíl í tvær vikur hér á landi í júní, júlí eða ágúst borgar að jafnaði um 122 þúsund krónur fyrir fólksbíl af minnstu gerð í fjórtán daga. Sambærilegur bíll kostar tæplega 29 þúsund á bílaleigunum við flugstöðina í Kaupmannahöfn, 42 þúsund í Barcelona, 46 þúsund í Frankfurt en 77 þúsund í Ósló eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.
Leigan við Óslóarflugvöll er næst hæst en samt nærri fjörutíu prósent ódýrari en við Keflavíkurflugvöll samkvæmt athugun Túrista.

Í verðkönnuninni voru fundnir ódýrustu leigubílarnir við hverja flugstöð seinni hlutann í júní, júlí og ágúst og svo reiknað út meðalverð á dag."

Nánar er er fjalla um málið á vef Túrista .